Dec. 2, 2016

Fyrsta bloggið ...í bili

Nú þegar skammdegið verður hvað myrkast verða tækifærin til að setjast við tölvuna gera það sem búið er að standa lengi til.   Eitt af því sem beðið hefur í "dankinum" er að búa til heimasíðu þar sem eigandinn getur látið móðan mása um hugðarefni sín, um ökukennsluna, ljósmyndunina, þjóðfélagsmál og hvað eina sem honum dettur í hug.

Hér verður að finna samantekt og fróðleik fyrir ökunemana mína, æfingaverkefni o.fl. Gott og gagnlegt að hafa þetta allt á sama stað.

Eitthvað verður hér sett inn af ljósmyndum.  Hafa ber í huga að allar eru þær háðar höfundarrétti (c) en velkomið að hafa samband girnist einhver þær.

Svo er það gestabókin sem öllum er velkomið að skilja eftir fyrirspurnir, álit eða bara kveðjur.