Dec. 14, 2016

Global Warming?

Skrítið þetta veðurfar, komið fram í miðjan desember, 7 stiga hiti og hverji snjókorn að sjá.  Grasið á lóðinni er grænt og jarðarberin væru efalaust farin að taka við sér ef birtan væri meiri.  Það er bæði gjörbreytt veðurfar og svo ótal aðrir þættir sem vara mann við.  Hnattræn hlýnun er ekki lengur getgátur vísindamanna, hún er staðreynd sem ekki verður umflúin.  Við getum ekki leyft okkur að sitja hjá og ætla öðrum að leysa vandann.

Hvers vegna ekki?  Jú, vandinn eru okkar og ekki síður afkomenda okkar.