May. 2, 2017

Kringlubón - ekki peningana virði

Í nóvember s.l. glaptist ég á gylliboði Hópkaupa um bón og þrif hjá Kringlubóni.  Verðið var vissulega hagstætt og hugði ég að þetta væri heppilegt í jólahreingerningu jeppans.  Hringdi og ætlaði að panta, en nei því miður engir lausir tíma fyrr en síðari hluta febrúar.  

Jæja, þetta verður þá bara vorhreingerning og í dag fór ég með jeppann í Kringlubón.  Þegar ég sótti hann í myrkvaða bílageymslu Kringlunnar um hálf sex leit ekki annað út fyrir en gljáandi glans en þegar ég skoðaði betur kom í ljós að þetta stóð ekki undir mínum væntingum.  Hurðaföls ekki verið þrifin og enn tjörublettir vetrarins neðan á hurðum, Sæti höfðu ekki verið ryksuguð og skottið hafði greinilega gleymst.

Vissulega var jeppinn skítugur en er það ekki einmitt þá sem maður leitar til fagmanna í þrifum.  Nema þarna voru sennilega engir fagmenn á ferð.  Mér var boðið að koma aftur.... þegar væri laust í haust.

Nei takk í Kringlubón fer ég ekki aftur.